Skip to content

GÁTLISTI SELJANDA

Mynd

Með hverri vöru sem þú bætir við þinn prófíl þarf að fylgja með mynd af flíkinni. 

Myndin þarf að vera stílhrein, helst með hvítum bakgrunni og það má ekki sjást í neitt annað á myndinni.

Vörumyndir sem eru stílhreinar og hvítar auka líkur á að varan verði keypt.


Vörulýsing
Með hverri flík sem er sett inn þarf að koma fram vörulýsing. Í vörulýsingu þurfa litir, stærð, vörumerki og ástand að koma framm. Ef að þú vilt taka aðra hluti fram t.d. ,,notað einu sinni‘‘ eða ,,er að selja því stærðin var of lítil‘‘ þá bætirðu því við í vörulýsinguna.
Einnig skal taka fram í vörulýsingu ef að það eru fastir blettir eða gallar í vörunni.

Eigindi
Þegar þú setur inn vöru á þínu stjórnborði þá sérðu í vöruupplýsingar möguleikan á að setja inn eigindi.
Þar setur þú inn, kyn, stærð og liti.

Vöruflokkar 

Þegar þú setur inn vöru á þínu stjórnborði þá sérðu á hægri dálk vöruflokka. 

Þar skalt þú hika í alla viðeigandi vöruflokka sem flíkin þín fellur undir, t.d. vörumerki, kyn, og tegund flíka.