Skip to content

Skilmálar

 

Netportid.is 

Vefsíðan er rekin af Elephant Sf. þegar  talað er um ´´okkur´´ eða ´´við´´ þá er átt við Netportið. Þegar síðan okkar er heimsótt eða verslað er af síðunni, þá samþykkir þú skilyrði og skilmála okkar.

Ef þú samþykkir ekki öll þessi skilyrði í þessum skilmála þá getur viðkomandi ekki fengið aðgang að vörum eða hverskyns þjónustu sem við bjóðum uppá.

Fatasóun hefur mikil áhrif á jörðina okkar, á barnaþrælkun, og umhverfið okkar. Þar með hvetjum við þig til þess að gefa fötunum þínum nýtt líf og selja notuð föt og kaupa þér notuð föt.

 

Netportid.is er síða sem selur notuð föt úr fataskápum íslenskra áhrifavalda, ásamt því að bjóða fólki til þess að selja af sér föt eða fyrir fólk sem vill kaupa sér ný eða notuð föt.

 

 

Prófíll/Síða

Þú getur gerst seljandi Netportsins með því að ýta hér.
Þegar þú hefur skráð þig sem seljanda, samþykkjum við aðgang þinn og til þess að þínar vörur birtist á síðunni þarftu að vera búin að skrá þig í áskriftar þjónustu, þú getur ýtt hér til að borga fyrir áskriftarþjónustuna.
Þú hefur þinn eigin aðgang að innra vef Netportsins, þar getur þú séð stöðu mála, bætt við vörum og afgreidd þínar pantanir.

Þú kemst á þitt stjórnarborð með því að ýta hér.

Ef að þig vantar aðstoð við að setja inn vörur þá er gott að skoða færsluna ,,Að setja inn vörur‘‘.

 

 

Sala og söluhagnaður

Eftir að þú hefur gerst seljandi hefur þú aðgang að þínu eigin stjórnborði þar sem þú getur fylgst með sölu á þínum vörum. Til þess að gerast seljandi Netportsins þarft þú að gerast áskrifandi á síðunnar með því að borga mánaðargjaldið sem er 2.490kr, og Netportið tekur 5% í þóknun af þinni sölu.

Til þess að fá söluhagnaðinn greiddan út bjóðum við upp á að greiða hann inn á þinn paypal aðgang eða fá hann millifært á þinn heimabanka.

Söluhagnaður er greiddur út í byrjun hvers mánaðar. En athugið að vara/sala er ekki greidd út fyrr en 10 virkir dagar hafa liðið. Þetta er gert svo að það sé öruggt að kaupandi hafi fengið vöruna afhenta.

 

Þegar þín vara hefur verið keypt þá sérð þú upplýsingar kaupanda inn á stjórnarborðinu þínu undir ,, pantanir‘‘. Þú hefur 7 virka daga til þess að senda vöruna í pósti til kaupanda, við mælum með að þú sendir sms skilaboð eða email til viðeigandi kaupanda og látir vita að flíkin sé á leiðinni til þeirra. Kaupandi greiðir sjálfur fyrir póstburðagjald þegar hann tekur á móti pakkanum á sínu pósthúsi ef pakkinn er sendur með póstnum.

Þegar pakkar eru sendir með póstinum þá skaltu byðja um að fá sendingarkóða með sendingunni sem að þú getur síðan sent á viðskiptavin þinn eða á okkur.

 

 

 

Keypt

Ef að þú verslar föt hjá Netportinu, þá fer eftir því hverjum þú kaupir vöruna af. Ef varan er seld af seljandanum Netportinu, þá greiðir þú strax fyrir póstsendingu og getur valið hvort þú viljir fá flíkina heimsenda samdægurs, á næsta pósthús eða pakka heim. Ef að þú kaupir af öðrum seljanda þá greiðir þú fyrir póstburðagjaldið þegar pakkinn þinn kemur á þitt pósthús.

Ef að þú hefur verslað flík og ekki fengið hana afhenta og meira en 10 virkir dagar hafa liðið síðan þú keyptir hana, þá sendir þú email á netportid@netportid.is og lætur okkur vita og þú færð endurgreitt.

Ef að þú vilt skila vöru þá þarftu að hafa samband við viðeigandi seljanda.

 

Myndir og vörulýsing

Eftir að þú hefur gerst seljandi og hefur gerst áskrifandi þá getur þú byrjað að setja inn þínar eigin flíkur. Allar flíkur sem þú setur inn þurfa að vera með góðri vörulýsingu og mynd.
Allar myndir af vörum þurfa að vera stílhreinar og þurfa sýna raunverulegt ástand vörunnar. Varan þín verður ekki samþykkt inn á netportid.is ef að mynd fylgir ekki með. Netportið hefur líka réttinn á að neita samþykki á vöru ef að myndin uppfyllir ekki skilyrði Netportsins.

 

Myndirnar þurfa að vera í góðum gæðum og helst með hvítum bakgrunni. Ekki má sjást í neitt annað en vöruna sem er verið að selja.

 

 

Sjálfstæður rekstur

Þú ert sjálf/ur ábyrg/ur fyrir því að gefa upp réttar upplýsingar til skatts ef að þú sérð fram að reka þína eigin verslun í gegnum Netportið.  

 

Vörur

Netportið samþykkir einungis vörur sem eru snyrtilegar, vel með farnar og hreinar. Netportið hefur réttinn á að eyða út vöru sem uppfyllir ekki þau skilyrði.

Netportið selur flíkur, skó og fylgihluti fyrir öll kyn og aldur, ef að þú ert með vöru sem þú vilt selja sem fellur ekki undir eftirfarandi flokka geturðu sent email á netportid@netportid.is og spurt hvort þú getur fengið leyfi til að selja þá vöru.

Ekki er heimilt að selja falsaðar vörur, tóbak, áfengi, matvöru, klámfengið efni og aðrar vörur sem eru ekki ætlaðar í endursölu.

 

Skil

Ef þú vilt skila vöru, þá verður varan að vera í sama ástandi og þegar varan var keypt hjá okkur með og sent til baka innan við 14 daga með rekjanlegri sendingu til viðeigandi seljanda.

Heimilsfangið sem þú sendir á til að skila vörunni er gefið upp í gegnum tölvupóst samskipti við viðeigandi seljanda,  eftir að þú hefur tikynnt um að þú ætlir að skila.

Athugið! að ekki er hægt að skila snyrtivörum, höfuðfötum, skartgripum, nærfötum og sundfatnaði. Ef ofangreindum vörum er skilað til seljandans Netportið munum við gefa þær til góðgerðarmála (án einhversskonar greiðslu til þín) eða við sendum þær vörur til baka til þín á þinn kostnað.

Þetta hefur ekki áhrif á lögbundin réttindi þín. Ef af einhverri ástæðu höfum við áður samþykkt að taka á móti kostnaði við skilum, má þetta ekki vera hærra en upphæðin sem þú greiddir fyrir sendinguna í upprunalegu pöntuninni. 

 

 

Persónuverndarstefna


Fyrirtækið skilur og virðir mikilvægi einkalífs á Internetinu, og því mun það ekki gefa upp upplýsingar um viðskiptavini/notendur til þriðja aðila. Fyrirtækið mun ekki selja nafnið þitt, netfang, kreditkort eða persónuleg gögn til þriðja aðila án samþykki þíns.

 

Við virðum einkalíf þitt og við munum aldrei deila persónuupplýsingum þínum með öðrum.

Við biðjum þig um og halda örugga skrá yfir eftirfarandi persónulegar upplýsingar: 

·       Netfang – við notum þessar upplýsingar ef við þurfum að hafa samband varðandi einhverjar upplýsingar um pöntunina eða afhendingu á vörum sem þú vilt að Netportið selji fyrir þína hönd. Auk þess sem við viðjum uppfæra þig varðandi nýjar vörur inná heimasíðunni okkar.

·       Fullt nafn og heimilisfang – við notum þessar upplýsingar til greiðslukortavottunar og til þess að senda vörurnar þínar.

·       Símanúmer / farsímanúmer – við notum þessar upplýsingar til að hafa samband við viðskiptavini ef um er að ræða vandamál með pöntunina, svo sem greiðslu mistök eða vandamál við afhendingu og fyrir SMS uppfærslur þar sem þú hefur gefið samþykki þitt. Auk þess að hafa samband við þig varðandi tilboð á vörunum þínum og lækkun á verði.

·       Nafn á viðtakanda og heimilisfang – við notum þessar upplýsingar til að geta afhent vörur sem þú hefur keypt eða ef við þurfum að skila vörum í þeim tilvikum þar sem ekki var sala. Það er mjög mikilvægt að heimilsfangið sé rétt og innihaldi póstnúmer og bæjarfélag.

·       Símanúmer viðtakanda – við notum þessar upplýsingar til að hafa samband við viðtakanda ef upp koma erfiðleikar við að skila vörunni á áfangastað. Við munum ekki hafa samband undir neinum öðrum kringumstæðum við viðtakanda.

·       Kökur eru skrár með lítið magn af gögnum sem eru almennt notaðar sem nafnlaus einkenni. Þær eru sendar í vafrann þinn frá vefsíðunni sem þú heimsækir og eru geymd á harða diskinum á tölvunni þinni. Vefsíðan okkar notar þessar „kökur“ til að safna upplýsingum og bæta þjónustu okkar. Þú hefur möguleika á að samþykkja eða hafna þessum “kökum” og vita hvenær “kökur” eru sendar í tölvuna þína. Ef þú velur að neita “kökunum” okkar, þá gæti verið að þú getir ekki notið hluta af  þjónustunni okkar.

·       Öll gögnin þín eru geymd á bak við lykilorðavörn. Ef um leka á gögnum  er að ræða munum við hafa samband við viðkomandi aðila innan sólarhrings frá því að við komumst að lekanum.

·       Ef þú vilt vita hvaða upplýsingar við eigum eða ef þú óskar eftir afriti skaltu hafa samband við netportid@gmail.com og við svörum þér innan fimm virkra daga.

·       Markaðssetning: Nafnið þitt og netfangið er notað til að hafa samband við þig varðandi nýjar vörur á síðunni.

 

 

Áhrifavaldar

Við erum umboðsaðilar fyrir einkasöluaðila.

Við bjóðum upp á umboðs þjónustu fyrir áhrifavalda þar sem við sjáum um sölu á þínum flíkum. Við tökum myndir, geymum á lager og póstsendum allar þínar sölur.

Ef að þú ert áhrifavaldur og hefur áhuga á að koma í slíka þjónustu sendu email á netportid@netportid.is.